Fór á Besíktas Cultur Markezi í dag, sem er ekki í frásögu færandi, nema að ég hitti Halim-gamla-vin-minn-Al í grænmetisdeildinni. Hann var eitthvað að flýta sér enda bænastund á næsta leyti, en hann skildi eftir í minni umsjá dætur sínar, sem sumir kalla dætur Soffíu Hansen, en ég kalla einfaldlega Dellu og Drullu í höfuðið á forsetadætrunum fallegu, Döllu og Dollu. Della og Drulla voru kappklæddar þrátt fyrir hitabylgjuna sem er að gera okkur pabba gráhærða (eða eiginlega sköllótta).
Það kom mér rosalega á óvart hvað þær eru sjálfbjarga!!! Við fórum öll saman og fengum okkur djúpsteiktann smokkfisk. Ég ákvað að segja þeim ekki frá þessari fáránlegu smokkatengingu við matinn enda eru þær mjög siðprúðar og bara æðislegar stelpur. Þær voru búnar að gleyma mikið af íslenskum fiskaheitum en virtust því flinkari í að beita fyrir sig tyrkneskum fiskaheitum. Sem betur fer mundu þær hvað ég heiti og ég get lofað ykkur því að þær hafa ekki gleymt hlýhug íslensku þjóðarinnar á sínum tíma, þó þær hafi með tímanum lært að sá gamli hafði auðvitað rétt fyrir sér. Ótrúlegur karakter hann Halim!
Það kom mér rosalega á óvart hvað þær eru sjálfbjarga!!! Við fórum öll saman og fengum okkur djúpsteiktann smokkfisk. Ég ákvað að segja þeim ekki frá þessari fáránlegu smokkatengingu við matinn enda eru þær mjög siðprúðar og bara æðislegar stelpur. Þær voru búnar að gleyma mikið af íslenskum fiskaheitum en virtust því flinkari í að beita fyrir sig tyrkneskum fiskaheitum. Sem betur fer mundu þær hvað ég heiti og ég get lofað ykkur því að þær hafa ekki gleymt hlýhug íslensku þjóðarinnar á sínum tíma, þó þær hafi með tímanum lært að sá gamli hafði auðvitað rétt fyrir sér. Ótrúlegur karakter hann Halim!
1 yorum:
börnin heim
Yorum Gönder