Ég hreinlega get ekki hætt! Það mætti halda að ég væri kominn með ritræpu sem er ekki ósvipuð og munnræpa en ekki eins hvimleið. Fyrr í kvöld skrifaði ég að ég myndi á þessu bloggi skrifa það sem á daga mína drífur, dag eftir dag, en ég gleymdi að auðvitað hafa mikilvægir atburðir gerst áður, sem vert er að nefna og ætla ég ekki að hlífa lesendum við þeim upplýsingum þó þær kunni að snerta viðkvæma strengi (í ykkur). Það fáránlegasta sem hefur komið fyrir mig síðan ég í þetta land kom, er að ég og "pabbi" erum komnir með blettaskalla!!! Ég sver það og við skömmumst okkar ekkert fyrir það, en auðvitað getur það átt eftir að breytast. Enn sem komið er getur ekki nokkur maður séð blettina nema fikta í hárinu fyrst (Guð hjálpi þeim sem gera það án leifis (myndi svoleiðis taka í hnakkadrambið á þeim)) hvað sem framtíðin ber í skauti sér. Murat sagði að sniðugt væri að merja hvítlauksgeira og maka á blettina. Kellingin virðist ekki nenna að gera það (Ég hefði haldið að hún væri betur til þess fallin enda er ég ekki með augu í hnakkanum) þannig að ég verð víst að gera það sjálfur. Fáránlegt. Fáránlegt af því að það er svo ósanngjarnt. Ósanngjarnt eins og lífið.
Kaydol:
Kayıt Yorumları (Atom)
Hiç yorum yok:
Yorum Gönder